Orka heimilanna: Kafli 1

Frá því í febrúar höfum við unnið hörðum höndum að því að fá tilskilin leyfi til að stunda raforkuviðskipti og gera samninga til að tryggja okkar viðskiptavinum orku. Í stuttu máli má segja að þessum áfanga hafi lokið 1. júní þegar fyrstu viðskiptavinirnir fóru að nota rafmagn frá okkur. Þetta tók vissulega lengri tíma en við hefðum viljað en við erum sáttir við áfangann.

Eins og fram hefur komið er markmið okkar að koma á virkri samkeppni á markaði fyrir rafmagn til heimila og smærri fyrirtækja. Um árabil, eða frá 2005 hefur verið virk samkeppni á fyrirtækjamarkaði en nú er komið að heimilunum að njóta samkeppninnar. Til þess að það geti gengið þurfa heimilin og smærri fyrirtæki, sem ekki hafa fengið kjör hjá raforkusölum sínum, að vera virkir kaupendur og versla þar sem rafmagnið er ódýrast. Við höfum fulla trú á neytendum og þess vegna erum við hér.

Ef þið hafið spurningar eða hugleiðingar, endilega verið í sambandi við okkur og við leggjum metnað okkar í að svara fljótt og vel.

Svo er einfalt að koma í viðskipti á heimasíðu okkar www.orkaheimilanna.is það tekur bara eina mínútu.

5. júní 2018

Loftur Már til Orku heimilanna

Orka heimilanna hefur fengið Loft Má Sigurðsson til liðs við sig frá OR og Orku náttúrunnar þar sem hann seldi rafmagn.

Loftur Már Sigurðsson hefur verið ráðinn sérfræðingur rafmagnsmála hjá Orku heimilanna. Loftur starfaði áður hjá Orku náttúrunnar og Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem hann annaðist aðalega sölu á rafmagni og ráðgjöf til viðskiptavina.

Loftur hefur mikla reynslu af raforkumarkaðs- og raforkusölumálum og mun sjá um raforkusölu og samskipti við byrgja hjá Orku heimilanna.

Orka heimilanna er nýtt raforkusölufyrirtæki sem hóf starfsemi í mars og leggur sérstaka áherslu á að selja einstaklingum og smærri fyrirtækum rafmagn.

Markiðið með starfseminni er að stuðla að aukinni samkeppni á raforkumarkaði sem muni koma neytendum til góða.

Viðskiptablaðið 1. júní 2018

1. júní 2018

Hrista upp í verðsam­keppni á orku­markaði

Orka heim­il­anna, nýtt fyr­ir­tæki í sölu raf­magns á Íslandi, hóf starf­semi í mars og hef­ur það að mark­miði að stuðla að auk­inni verðsam­keppni í sölu til heim­ila og smærri fyr­ir­tækja. 

„Tvö fyr­ir­tæki hafa að mestu skipt með sér markaðinum hingað til en með smærri yf­ir­bygg­ingu telj­um við okk­ur geta rekið starf­sem­ina með minni kostnaði og boðið lægra verð,“ seg­ir Bjarni Ingvar Jó­hanns­son, viðskipta­fræðing­ur og ann­ar stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Hinn stofn­and­inn er Loft­ur Már Sig­urðsson sem hef­ur unnið í orku­geir­an­um um ára­bil. 

Með breyt­ing­um á lög­um árið 2005 var orku­fyr­ir­tækj­um á Íslandi gert að skilja að sölu­hluta starf­sem­inn­ar frá ann­arri starf­semi og um leið skapaðist tæki­færi fyr­ir nýja aðila á markaði. Bjarni seg­ir að frá þeim tíma hafi litl­ar breyt­ing­ar orðið á markaðnum og að sam­keppn­in hafi helst komið fram í því að stór­ir raf­orku­kaup­end­ur njóti betri kjara. Orku­sölu­fyr­ir­tæki hafi ekki lagt áherslu á heim­il­is­markaðinn og minni not­end­ur.

„Mark­miðið er að fá þann fjölda viðskipta­vina sem þarf til þess að rekst­ur­inn standi und­ir sér og þá stefn­um við að því að lækka verðið enn frek­ar,“ seg­ir Bjarni. „Þetta er ná­kvæm­lega sama ork­an og aðrir eru að selja en viðskipt­in fara bara í gegn­um okk­ur í staðinn. Það breyt­ir engu hjá not­and­an­um og hann verður ekki var við skipt­in. Það eina sem breyt­ist er að reikn­ing­ur­inn um mánaðar­mót­in lækk­ar.“

Stefna að sjálf­virkni­væðingu

Aðspurður seg­ir Bjarni að mun­ur á raf­orku­kostnaði fyr­ir heim­ili geti numið þúsund­um króna eða tug­um þúsund­a króna á ári en það ráðist af notk­un­inni. Til dæm­is muni meira fyr­ir þá sem eru með raf­hit­un. Þá seg­ir Bjarni að í framtíðinni muni fyr­ir­tækið bjóða upp á ýms­ar nýj­ung­ar sem gera litl­um not­end­um kleift að fá ork­una á sem hag­kvæm­asta verði.

„Planið er að kynna tækninýj­ung­ar sem gera ferlið sjálf­virk­ara, til dæm­is skrán­ingu, en í upp­hafi ætl­um við að halda start­kostnaðinum í lág­marki til þess að geta haldið verðinu lágu.“

Spurður um umstangið í kring­um það að stofna orku­sölu­fyr­ir­tæki seg­ir Bjarni að verkið hafi verið meira en lagt var upp með. 

„Maður áttaði sig ekki á því í fyrstu hvað það væri í mörg horn að líta. Þetta er þannig geiri að það er mikið reglu­verk og stór­ar stofn­an­ir og allt tek­ur því tíma.“

Mbl 31. mars 2018

31. mars 2018

Í samkeppni við orkufyrirtækin

Orka heimilanna vill auka samkeppni við orkufyrirtækin með því að selja heimilum rafmagn á lægra verði.

Orka heimilanna er nýtt fyrirtæki í sölu rafmagns á Íslandi. Fyrirtækið hóf starfsemi í mars á þessu ári og markmiðið er að stuðla að aukinni samkeppni og bjóða lægra verð á rafmagni.

Í tilkynningu frá Orku heimilanna er bent á að með breytingum á lögum árið 2005 var orkufyrirtækjum á Íslandi gert að skilja að söluhluta starfseminnar frá annarri starfsemi og um leið skapaðist tækifæri fyrir nýja aðila á markaði.

Þar segir jafnframt að orkusölufyrirtækin hafa ekki lagt áherslu á heimilismarkaðinn og minni notendur. „Við vonum að með komu okkar á markað muni þetta breytast, enda mun Orka heimilanna bjóða upp á góð kjör og góða þjónustu. Í framtíðinni munum við bjóða upp á ýmsar nýjungar sem allar eru til þess fallnar að gera litlum notendum kleift að fá orkuna á sem hagkvæmasta verði,“ segir í tilkynningunni.

Samkvæmt upplýsingum á vef Creditinfo er Orka heimilanna í eigu Bjarna Ingvars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins og Lofts Más Sigurðssonar, stjórnarformanns fyrirtækisins.

Viðskiptablaðið 28. mars 2018

30. mars 2018

Opnað fyrir skráningar

Í dag tók Orka heimilanna formlega til starfa og opnað hefur verið fyrir skráninar á vefsíðu. Skráningin er einföld og fljótleg, það eina sem þú þarft að gera er að velja að koma í viðskipti, fylla inn í nokkra reiti, staðfesta tölvupóst og við sjáum um restina. Notendur verða ekki varir við fluttninginn og ekkert breytist að því undanskildu að mánaðarlegir reikningar lækka.

Skráning fer fram hér.

20. mars 2018

Orka heimilanna á samfélagsmiðlum

Orka heimilanna er nú á helstu samfélagsmiðlum. Tengist okkur hér fyrir neðan!

20. mars 2018

Orka heimilanna fær leyfi til að stunda raforkuviðskipti

Í dag fengum við leyfi til að stunda raforkuviðskipti og því ber að fagna. Orkustofnun gefur út leyfi til raforkuviðskipta samkvæmt raforkulögum.

21. febrúar 2018

Nýtt fyrirtæki á raforkumarkaði

Orka heimilanna er nýtt fyrirtæki í sölu rafmagns á Íslandi. Fyrirtækið var stofnað í janúar 2018 og markmiðið er að stuðla að aukinni samkeppni og bjóða lægra verð á rafmagni fyrir heimili og smærri fyrirtæki um land allt.

Með breytingum á lögum árið 2005 var orkufyrirtækjum á Íslandi gert að skilja að söluhluta starfseminnar frá annarri starfsemi og um leið skapaðist tækifæri fyrir nýja aðila á markaði. Nokkur framþróun hefur orðið á markaðsaðstæðum síðan þá og nú er svo komið að lítið mál er fyrir rafmagnsnotendur að skipta milli sölufyrirtækja og stuðla þannig að virkri samkeppni. Við hvetjum áhugasama til að kynna sér málin nánar á vefsíðu Orku heimilanna og þar er jafnframt einfalt og fljótlegt að skrá sig í viðskipti.

23. janúar 2018