Algengar spurningar
- Veljið hnappinn “Koma í viðskipti” á forsíðu og þá opnast innsláttarform. Eða veljið hér: Koma í viðskipti
- Sláið inn nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og tölvupóst og veljið að skrá upplýsingar.
- Eftir það færð þú sendan tölvupóst sem þú samþykkir, þar má einnig koma á framfæri frekari upplýsingu varðandi skráninguna.
- Eftir það klárum við málið og þú ert kominn í viðskipti.
Ekkert breytist við afhendingu rafmagns en mánaðarlegir reikningar lækka.
Nei, það kostar ekkert að skipta milli orkufyrirtækja.
Nei, þegar þú hefur skráð þig á vefsíðu og svarað tölvupóstinum frá okkur sjáum við um restina.
Nei, notendur verða ekki varir við flutninginn og engin truflun verður á rafmagnsafhendingu.
Almenna reglan er sú að söluaðilaskipti taka líðandi mánuð plús einn. Þannig að ef aðili ákveður að koma í viðskipti til Orku heimilanna í apríl, sendir inn ósk um miðjan mánuðinn, þá hefjast viðskiptin 1. júní.
Ef aðili er að kaupa nýja íbúð hefur hann einn mánuð til að ákveða við hvaða söluaðila hann skiptir. Þegar hann hefur valið söluaðilann þá hefjast viðskiptin frá þeim tíma sem lesið er af mælinum við notendaskiptin.
Þú getur alltaf skipt um skoðun, það er lítið mál að skipta milli orkufyrirtækja og kostar ekki krónu.
Já, Orka heimilanna þjónar öllu landinu.
Innheimta vegna rafmagns er tvíþætt.
Annars vegar greiða notendur fyrir það rafmagn sem þeir nota og hins vegar fyrir dreifingu rafmagnsins. Notendur geta ekki valið dreifiaðila heldur er dreifing rafmagns sérleyfisþáttur og einn aðili sér um dreifingu á viðkomandi svæði.
Notendur geta hins vegar valið sér þann raforkusala sem býður besta verðið.
Já, Orka heimilanna er með sama verð um allt land.
Nei, enginn aukabúnaður, ekkert rask og engin truflun á notkun.
Nei, þú verður að hafa gert upp fyrri skuld til að geta flutt viðskiptin.
Já, ekkert mál.
Til að spara kostnað höfum við tekið þá stefnu að bjóða aðeins upp á rafrænar kröfur. Krafa birtist í heimabanka og hana má greiða eða láta setja í beingreiðslur í bankanum. Ekki er boðið upp á skuldfærslur af kortum.
Nei en með því að senda fyrirspurn á [email protected] má fá reikninginn sendan í tölvupósti. Þetta er gert til að spara kostnað og af umhverfisvendarsjónarmiðum.
Dreifiveitur eru þau fyrirtæki sem sjá um að koma rafmagninu frá flutningsstað til endanotanda. Dreifiveitan rukkar notandann fyrir flutninginn og dreifinguna og sér um öll samskipti t.d. vegna álestra og bilanna. Viðskiptavinir hafa ekki val um við hvaða dreifiveitu þeir versla.
Fluttningsfyrirtæki eða raforkuflutningsfyrirtæki sér um að koma raforku frá framleiðslustað til dreifiveitu. Landsnet er eina flutningsfyrirtækið á landinu.
Raforkusölufyrirtæki eru fyrirtæki sem útvega rafmagn, annað hvort með eigin framleiðslu eða með því að kaupa af öðrum raforkuframleiðandum. Fyrirtækið selur svo orkuna eftir tilsettum reglum til endanotenda. Notendum er frjálst að skipta við hvaða sölufyrirtæki sem er.
Græn orka er skilgreind sem umhverfisvæn orka og felur ekki í sér losun mengandi efna. Til grænnar orku telst til dæmis vatnsorka, jarðvarmaorka, sólarorka og vindorka. Orka heimilanna selur 100% græna orku.
Upprunavottorð er staðfesting á því hvernig raforka er framleidd. Á Íslandi er raforka nánast öll framleidd úr endurnýjanlegum orkulindum en íslensk orkufyrirtæki hafa selt upprunaábyrgðir til erlendra aðila sem vilja geta selt umhverfisvæna orku til viðskiptavina sinna.
Eigendur eru starfsmenn Orku heimilanna, þeir Bjarni Ingvar Jóhannsson og Loftur Már Sigurðsson.