Rafmagn fyrir heimili og fyrirtæki um land allt
Lægra verð
Með lágmarks yfirbyggingu og aðhaldi í rekstri getum við boðið lægra verð á raforku. Við bjóðum einfalda og gagnsæa verðskrá. Þú getur valið á milli þess að fá óvottaða orku á 7,3 kr. á kílóvattstund eða 8,2 kr. fyrir umhverfisvottaða orku. Verðskrá.
Einfalt að skipta
Að skipta milli orkufyrirtækja er lítið mál. Eftir að þú hefur sótt um að koma í viðskipti sjáum við um restina, þjónustan helst óbreytt en reikningurinn lækkar.
Virk samkeppni
Með auknum fjölda viðskiptavina getum við boðið betra verð. Þegar þú skráir þig stuðlar þú að virkri samkeppni og gerir okkur kleift að lækka verð til viðskiptavina okkar.
Græn orka
Við leggjum mikið upp úr umhverfisvernd og sjálfbærni. Orka heimilanna selur endurnýjanlega og umhverfisvottaða orku en viðskiptavinir geta jafnframt valið að fá óvottaða orku á lægra verði.
Einfalt, fljótlegt og þægilegt. Það eina sem þú þarft að gera er að velja að koma í viðskipti, fylla inn í nokkra reiti, staðfesta tölvupóst og við sjáum um restina.
Svona einfalt er þetta
-
1. Velja "koma í viðskipti"
Skráningin tekur aðeins eina mínútu. Þú velur að koma í viðskipti og þá opnast innsláttarform.
-
2. Skrá notenda-upplýsingar
Þú slærð inn nafn, kennitölu, heimilsfang, síma og tölvupóst og velur að skrá upplýsingarnar.
-
3. Staðfesta tölvupóst
Eftir það færð þú sendan tölvupóst sem þú svarar til staðfestingar og við sjáum um restina.
Um Orku heimilanna
Orka heimilanna hóf starfsemi í ársbyrjun 2018. Markmið okkar er að stuðla að aukinni samkeppni á raforkumarkaði og bjóða lægra verð á rafmagni fyrir heimili og fyrirtæki um land allt. Í krafti fjöldans og með lágmarks yfirbyggingu er þetta mögulegt.
Um árabil hafa fyrirtæki notið samkeppni á raforkumarkaði en lítil samkeppni verið á rafmagni fyrir heimili. Markmið okkar er að breyta þessu svo að heimilin fái notið samkeppninnar. Það er einfalt og kostar ekkert að skipta á milli orkufyrirtækja. Velkomin í viðskipti.