Almenna reglan er sú að söluaðilaskipti taka líðandi mánuð plús einn. Þannig að ef þú skráir þig í viðskipti til Orku heimilanna t.d. um miðjan apríl þá hefjast viðskiptin 1. júní.
Ef þú ert hins vegar að kaupa nýja íbúð hefur þú einn mánuð til að ákveða við hvaða söluaðila þú skiptir. Þegar þú hefur valið söluaðila þá hefjast viðskiptin frá þeim tíma sem lesið er af mælinum.