Meðferð persónuupplýsinga
Persónuverndarstefna
Orka heimilanna ehf tryggir eftir fremsta megni öryggi þeirra persónuupplýsinga sem safnað er um viðskiptavini og aðra þá sem við eigum í samskiptum við. Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa um hvaða persónuupplýsingar félagið safnar, með hvaða hætti félagið nýtir slíkar persónuupplýsingar og hverjir fá aðgang að upplýsingunum.
- Tilgangur og lagaskylda
Orka heimilanna safnar eingöngu nauðsynlegum upplýsingum til að sinna eðlilegri starfsemi orkufyrirtækis og tryggja góða þjónustu handa viðskiptavinum. Persónuverndarstefna Orku heimilanna byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
- Hvað eru persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.
- Persónuupplýsingar sem Orka heimilanna safnar
Grunnupplýsingar s.s. nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og netfang. Notkunarupplýsingar, greiðsluupplýsingar og samskiptasögu. Auk upplýsinga sem safnað er með vafrakökum á vefsíðu, sjá nánar um vafrakökur.
- Miðlun persónuupplýsinga
Orka heimilanna deilir að jafnaði ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila. Okkur kann hins vegar að vera nauðsynlegt að afhenda persónuupplýsingar t.d. til eftirlitsaðila, annarra stjórnvalda eða lögaðila sem Orka heimilanna á í viðskiptasambandi við og eru hluti af eðlilegri starfsemi.
- Varðveisla persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan viðskiptasamband er í gildi, eins lengi og lög kveða á um eða lögmætir hagsmunir og reglur Orku heimilanna krefjast og málefnaleg ástæða gefur tilefni til. Orka heimilanna tekur öryggi persónuupplýsinga mjög alvarlega og mun tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni. Öll samskipti á vefsíðu Orku heimilanna eru dulkóðuð.
- Réttindi einstaklinga
Einstaklingar geta fengið upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar eru geymdar um þá hjá Orku heimilanna. Einnig geta þeir átt rétt á að persónuupplýsingum um þá sé eytt, þær leiðréttar eða vinnsla þeirra sé takmörkuð. Einstaklingar geta átt rétt á því að gögn um þá séu flutt til þeirra sjálfra eða annars ábyrgðaraðila á tölvutæku formi. Þessi réttindi geta verið takmörkuð við ákveðnar persónuupplýsingar og eiga ekki við í öllum tilvikum. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstefnu Orku heimilanna eða það hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband við okkur á [email protected]
- Breytingar á persónuverndarstefnu
Persónuverndarstefna Orku heimilanna er endurskoðuð reglulega og áskiljum við okkur rétt til að breyta henni eftir því sem þurfa þykir eða nauðsynlegt er samkvæmt lögum.
- Gildistaka
Persónuverndarstefnan var síðast uppfærð 27. júní 2019.